Afríka


Önnur stærsta heimsálfa jarðar og sú næst fjölmennasta. Afríka er fjölbreytt, stórfengleg og full af andstæðum. Menningarlega, samfélagslega, landfræðilega og sögulega er Afríka einstök. Hvergi annars staðar í heiminum er að finna slíka gnótt jurta- og dýrategunda eins og í regnskógum, á steppum og hásléttum álfunnar.
Giraffe

Afríku Ferðir

Obeo Travel býður upp á úrval ævintýraferða til Afríku, í háum gæðaflokki, og með íslenskri fararstjórn.

Ævintýri Namibíu


Verð á mann

699.900kr

Lengd ferðar

16 dagar

Dagsetning

04 - 19 Febrúar 2021

Namibíu ferð okkar hefur vakið mikla lukku. Hér færðu að upplifa það besta sem Namibía hefur að bjóða. Þjóðgarðar, stórfenglegt landslag, ótrúlegt dýralíf, strandarbærinn Swakopmund og hæstu sandöldur heims í Sossusvlei.

Fjögurra Landa Ferð


Verð á mann

949.000

Lengd ferðar

17 dagar

Dagsetning

14 - 30 Mars 2021

Hér færðu að kynnast því besta sem suðurhluti Afríku hefur að bjóða. Ferðin fer til Höfðaborgar, þaðan eru safariferðir bæði í Botswana með sínu stórfenglega dýralífi og á Caprivi strípu Namibíu. Okavango rennur þvert í gegnum strípuna og endar í hinu fræga fenjasvæði Okavango Delta í Botsvana. Ferðin endar við hina frægu Viktoríu fossa í Zimbabwe.

South Afríka

Suður Afríka


Verð á mann

599.900

Lengd ferðar

15 dagar

Dagsetning

04 - 19 February 2021

Hafðu Samband

Testimonials

Takk fyrir æðislega ferð. Namibía var fyrir mér ævintýralegur staður. Ég virkilega heillaðist af landinu og það stóðst allar mínar væntingar og meira til. Ég er sannfærð um að hafa valið bestu Namibíu-ferðina. Frábær upplifun í vel skipulagðri ferð! Anna Dóra

Það er margt hægt að segja um Namibíu. Dularfull, aðlaðandi, ógnvekjandi, spennandi, draumkennd, seiðmögnuð, tröllsleg, en umfram allt stórkostleg. Jóhann Sigurólason

Við Valur erum varla komin niður úr skýjunum ennþá og erum sammála um að ferðin öll hafi verið alveg frábær. Fyrst vil ég nefna einstaklega heillandi land, góða skipulagningu, skemmtilega gististaði og góðan mat og ekki má gleyma bílstjóranum okkar ljúfa. Rannveigu þökkum við fyrir að passa uppá okkur og gera ferðina ógleymanlega. Kristín Emilía Daníelsdóttir

Ég veit ekki alveg hvar skal byrjað en ég er í 7 unda himni með þessa ferð. Það var allt sem gerði þessa ferð að því sem hún varð. Ferðafélagar dásamlegir, landið guðdómlegt, maturinn góður, gistingin stundum óraunveruleg ( hélt grínlaust að það yrði prins á koddanum í hinu rúminu næst þegar ég kæmi inn) , fallhlífastökkið geggjað og svo Rannveig mín þú gerðir ferðina að því sem hún varð, þ.e ÓGLEYMANLEG
Ég er orðin áskrifandi af ferðum ykkar
Kærleikskveðja og fullt af þakklæti
Sigurveig Björgólfs